Alvöru vetrar kokteill: Vegan Chai viskí

Karen Guðmunds ritar:

Hráefni

1 bolli af möndlumjólk

1 tepoki af Chai te

2cl Jim Beam Viskí

½ appelsína (safi kreistur úr ferskri appelsínu)

Appelsínu sneið til skreytingar

1x Kanilstöng til að fá kanilbragð og til skreytingar.

Aðferð

1. Hitið möndlumjólkina í litlu potti yfir miðlungsháum hita, leyfið að hita þar til það byrjar að bubbla í mjólkinni.

2. Fjarlægið frá hitanum og setjið tepokann ofan í mjólkina. Leyfið tepokanum að liggja í mjólkinni í allt að 3 mínútum.

3. Fjarlægið tepokann.

4. Hellið viskí og appelsínusafanum í bolla, hellið síðan mjólkurteeinu í sama bolla.

5. Skreytið með appelsínu og kanilstöng.

Share Post