Bláberja Bourbon kokteill
Hráefni:
6 cl Maker‘s Mark bourbon
¾ bolli bláber
Ferskur sítrónusafi (ca 1 sítróna)
Ferskur sítrónubörkur (ca 1 sítróna)
1 matskeið hlyn syróp
2 matskeiðar sykur
Aðferð:
1. Skellið ¾ bolla af bláberjum í hristara og maukið.
2. Skellið svo 6 cl af bourbon, sítrónusafanum, hlyn sýrópinu og smá dash af sykri út í hristarann og blandið saman í 1-2 mínútur.
3. Blandið saman sítrónuberki og matskeið af sykri (meira eftir þörf) á flatan disk.
4. Vætið brúnina á krukkunni/glasinu með hlyn sýrópi og dýfið brúninni ofan í blönduna (sítrónubörkur/sykur).
5. Fyllið krukkuna/glasið með klökum og hellið kokteilnum ofan í og skreytið með sítrónusneið og bláberjum.