Cointreau kokteill með blóðappelsínu
Hráefni
2 cl Cointreau
Safi úr hálfri blóðappelsínu
Safi úr hálfri límónu
Klaki
Fylla upp með sódavatni
Aðferð
Blandið saman blóðappelsínuberki, límónuberki og salti á disk. Vætið glasabrúnina með límónu og veltið glasabrúninni uppúr blöndunni. Kreystið hálfa blóðappelsínu og hálfa límónu í glas, hellið 2 cl Cointreau, setjið nokkra klaka og fyllið upp með sódavatni.