Frosin mango- & jalapeno Margarita
Hráefni
4 cl Tequila Sauza Silver
2 cl Cointreau
2 cl safi úr lime
3 cl sykursíróp (eða venjulegt síróp)
½ ferskur jalapeno
1 dl frosið mangó
2 dl klakar
½ dl appelsínusafi
Salt eða sykur og lime bátur til að skreyta glasið (má sleppa)
Aðferð
Byrjið á því að skreyta brúnina á glasinu. Nuddið lime báti við hana þar til hún verður blaut. Hellið sykri eða salti á disk, dýfið glasinu öfugu ofan í og þekjið brúnina.
Skerið jalapeno smátt.
Hellið tequila, cointreau, safa úr lime, sykursírópi og jalapeno í kokteilhristara og hristið vel saman.
Hellið í gegnum sigti í blender ásamt frosnu mangó, klökum, appelsínusafa og bætið 1 msk af jalapeno við ef að þið viljið láta þetta rífa aðeins í.
Blandið öllu saman og hellið í glasið. Njótið.
Sykursíróp
Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.
Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.