Uppskrift Marta Rún Femme
Einn af mínum uppáhalds drykkjum eru klárlega klassískur G&T.
Hér eru nokkrar hugmyndir af gin og tonic drykkjum sem eru einfaldir að gera.
Um að gera að prufa sig áfram og smakka mismunandi tegundir og festa sig ekki í alltaf í einungis gin og tonic með lime eða gúrku.
Eins og manni er kennt hér á Spáni er að kreista ekki ávextina útí heldur einungis setja í glasið og hræra létt og bera fram í háu glasi með fæti.
Greipsneið + 1 stjörnuanís
Appelsínubörkur + kanilstöng
Jarðaber + Basilíka
Sítróna + Kóríanderkorn
Rauður chilli + Ferskur kóríander
Jarðaber + Svört piparkorn
Gúrkusneið + rósablað
Appelsínubörkur + rautt vínber
Mynta + lime + bláber
Appelsínubörkur + rósmarín
Því sem ég hef kynnst sérstaklega eftir að hafa búið í Barcelona er að það er ótrúlega gaman að smakka mismunandi útfærslur af þessum klassíska drykk. Nánast á hverjum stað eru til mismunandi útfærslur og sumir staðir eru sérstaklega frægir fyrir langan lista af gin og tonic drykkjum.
Þetta eru ekki kokteilar heldur gin sem er búið að para saman við mismunandi kryddtegundir eftir því hvernig það var eimað. Það er bara smá “hint” eða eftirbragð sem kemur í lokinn á drykknum.
Eftir að hafa smakkað The Botanist ginið þá finnst mér það passa við mikið af kryddum og ávöxtum því það er eimað með 31 kryddtegundum sem gefur gott bragð.