Heitur hunangs- & hafra kokteill

Hráefni

40 cl Jim Beam Bourbon viskí
10 cl Cointreau
1 1/2 dl Oatly iKaffe Haframjólk Barista Edition
1/4 tsk kryddblanda (1/2 tsk kanill, 1/4 tsk engifer, 1/4 tsk múskat og 1/4 tsk malaður negull)
1 msk hunang
Kanilstöng

Aðferð

Flóið haframjólkina ásamt kryddblöndu og hunangi. Ég nota mjólkurflóara en það er í góðu lagi að nota pott til að flóa mjólkina.

Hellið viskí og Cointreau í fallegt glas. Hellið svo flóaðri mjólkinni út í og hrærið varlega. 

Setjið kanilstöng útí og njótið!

Uppskrift: Gotteri.is

Share Post