Jarðaberjabolla

Fyrir tvo

Hráefni

1 dl Cointreau

1,8 dl vodka

2 dl sykursíróp

1 dl safi úr sítrónu

5 dl Pizzolato Pinot Grigio, freyðivín

2 dl sódavatn

200 g jarðarber

50 g hindber

50 g brómber

Klakar

Jarðarberja sykursíróp

4 dl smátt skorin jarðarber

2 dl sykur

2 dl vatn

Aðferð

Byrjið á því að útbúa sykursírópið. Gott að gera það með daginn áður. Blandið saman jarðarberjum, sykri og vatni í pott. Hitið þar til suðan kemur upp og lækkið svo í hitanum. Látið malla í um 20 mínútur.

Sigtið jarðaberin frá sírópinu og hellið í flösku eða krukku. Geymið í ísskáp.

Hellið Cointreau, vodka, sykursírópi og sítrónusafa í stóra könnu. Hrærið aðeins í blöndunni.

Bætið jarðarberjum, hindberjum og brómberjum saman við. Gott að leyfa blöndunni að standa í klst eða lengur.

Hellið klökum, freyðivíni og sódavatni saman við. Hærið varlega í blöndunni og njótið.

Uppskrift: Hildur Rut