Old Fashioned

Old Fashioned

Hananú, það hlaut að koma að honum – sjálfum eftirlætisdrykk Don Draper. Þessi drykkur er jafn einfaldur og Whiskey Sour og jafnvel enn meiri negla. Saga hans nær aftur til ársins 1880 er merkur barþjónn frá borginni Louisville í Kentucky að nafni James E. Pepper setti drykkinn saman fyrsta sinni. Seinna tók hann uppskriftina með sér til New York og skóp sér nafni fyrir drykkinn frábæra á barnum á því goðsagnakennda hóteli, The Waldorf-Astoria. Eins og með Whiskey Sour þarftu að eiga Angostura bitter til taks.

Aðferð:

Setjið mola af hrásykri í tumbler-glas

Vætið sykurmolann með 3-4 skvettum af Angostura-bitter

Hellið nægu sódavatni (án bragðs) í glasið til að flæði yfir molann

Brjótið sykurmolann með steytara og hrærið síðan uns hann er uppleystur

Hellið 60 ml af Maker’s Mark bourbon út í sykurblönduna

Setjið einn stóran (eða 2-3 minni) ísmola út í og hrærið uns glasið er orðið kalt.

Skreytið með sneið af appelsínuberki, og nuddið fyrst brúnirnar á glasinu með berkinum.

Post Tags
Share Post