Perukokteill
1 drykkur
Perusíróp
Þessi uppskrift er stærri en þarf fyrir drykkinn en það geymist vel inn í kæli í lokuðum umbúðum. Hægt er að nota sírópið í frekari kokteilagerð en það er einnig gott út á ferska ávexti.
Hráefni
2 perur, afhýddar og skornar í litla bita
1 stjörnuanís
½ kanilstöng
125 g sykur
125 ml vatn
Aðferð
Setjið allt hráefnið í lítinn pott og komið blöndunni upp að suðu á miðlungsháum hita. Látið malla í 12-15 mín. Takið af hitanum og hellið sírópinu í gegnum sigti, látið kólna alveg fyrir notkun.
Drykkur
Hráefni
60 ml gin, við notuðum Roku-gin
15 ml sítrónusafi, nýkreistur og meira ef vill
30 ml perusíróp
1 eggjahvíta
2-3 dropar angastúra bitters ef vill, má sleppa
klakar
Aðferð
Setjið allt hráefni saman í kokteilhristara og hristið vel. Opnið kokteilhristarann og fyllið hann af klökum, hristið drykkinn aftur og hellið honum því næst í gegnum sigti yfir í kælt glas. Setjið 2-3 doppur af appelsínu-bitter ofan á drykkinn ef vill og berið fram.