Sangría
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni:
1 flaska spænskt rauðvín
½ appelsína
½ sítróna
1 Epli, ferskja eða pera
bláber, hindber eða jarðaber
2-3 tsk brúnn sykur
1/3 bolli Cointreau
¼ bolli brandy (má sleppa)
2 Kanilstönglar
½ dós límonaði (fanta lemon)
klakar
Aðferð:
Setjið klaka í stóra könnu, setjið sykur i könnuna og hellið rauðvíninu og Cointreau líkjörinu og brandí og hrærið saman.
Bætið við límonaði og svo þeim ávöxtum sem þið ætlið að nota ásamt kanil stönglunum.
Látið standa í kæli í 15 mínútur til þess að sangrían nái aðeins að taka sig og bragðir fá ávöxtunum kemur áður en þið berið fram.