Stokkarósar Margarita
Hráefni
6 cl Tequila blanco
3 cl Cointreau
3 cl safi úr lime
3 cl stokkrósar síróp
Klakar
Gróft salt
Stokkrósar síróp
2 dl Stokkrósar (Hibiscus) te
2 dl vatn
2 dl sykur
Aðferð
Byrjið á því að skreyta brúnina á glasinu. Nuddið lime báti við hana þar til hún verður blaut. Hellið salti og smá stokkrósar te í skál og merjið saman. Teið gefur saltinu svo fallegan lit.
Dreifið saltinu á disk, dýfið glasinu öfugu ofan í og þekjið brúnina.
Hellið tequila, cointreau, safa úr lime, stokkrósarsírópi og klökum í kokteilahristara. Hristið vel í 15-20 sekúndur.
Hellið í gegnum sigti í fallegt glas, bætið nokkrum klökum út í og njótið.
Stokkrósar síróp
Blandið saman vatn, sykur og stokkrósar te i í pott.
Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
Hellið sírópinu ofan í flösku eða krukku í gegnum sigti og geymið í ísskáp.