Sviss mokka með romm twisti

Linda Ben ritar:

Hráefni fyrir tvö glös:

  • 100 ml þeyttur rjómi
  • 3 matskeiðar sykur
  • 3 tsk vanillusykur
  • 1 tsk Stroh 60 romm
  • 4 matskeiðar kakó
  • 400 ml af mjólk
  • 40 g af súkkulaði (dökkt)
  • Sterkt espresso skot
  • 2 til 4 cl Stroh 60 romm

Rjómablandan:

  1. Þeytið rjóma með 1 msk sykri og 1 tsk vanillu sykri.
  2. Rétt áður en rjóminn er orðinn stíf þeyttur, bætið við 1 tsk af Stroh rommi útí

Stroh Kakó:

  1. Blandið kakó dufti, dökkusúkkulaði, mjólk og 2 msk sykur og 2 tsk vanillusykur í pott og hrærið saman við vægan hita.
  2. Takið pottinn af hitanum og bætið 2-4 cl af Stroh rommi útí pottinn og hrærið.
  3. Setjið sitt hvort espresso skotið í hvorn bollan. Hellið kakó blöndunni í bolla eða glas og bætið svo rjómanum ofan á. Fallegt að skreyta með smá saltri karamellu en því má sleppa.

Share Post