Whiskey Sour með Jim Beam Black Extra Aged!

Karen Guðmunds ritar:

Whiskey Sour í sólinni getur bara ekki klikkað og því ákvað ég að hrista í einn góðan með Jim Beam Black extra aged viskí.

Uppskrift fyrir: einn drykk

Hráefni

6cl Jim Beam Black Extra Aged viskí

2 cl ferskur sítrónusafi

2 cl sykursíróp

Appelsínubörkur til skreytingar

1 eggjahvíta

Aðferð:

Persónulega finnst mér best þegar ég er að búa til kokteil drykki sem innihalda eggjahvítur að nota báðar hliðar á hristaranum til að útbúa drykkinn, með því að gera það getur þú aðskilið öll hráefnin frá eggjahvítunni þar til það er komin tími til að hrista kokteilinn.

Í stærri hliðinni, brjóttu eggið og aðskildu eggjahvítuna frá eggjarauðunni.

Í smærri hliðina skaltu bæta ferskum sítrónusafa, sykursírópi og hrærðu aðeins í þessu, bættu síðan við Jim Beam.

Hellið þessu síðan yfir í stærri hliðina af hristaranum og hristið aðeins, það er mikilvægt að sameina eggjahvítuna aðeins við hin hráefnin áður en þú kælir drykkinn með klökum.

Bættu síðan klökum við ofan í hristarann og hristu aftur, mjög vel. Það er mikilvægt að hrista kokteil drykki vel saman þá sérstaklega þegar drykkirnir innihalda egg, líka til að fá eggið til að freyða fullkomlega.

Helltu síðan úr hristaranum í glös og skreyttu með appelsínubörk.

Share Post