Adobe Reserva Rosé 2019

 

Vinotek segir;

„Bodegas Emiliana í Chile er með helstu framleiðendum lífrænt ræktaðra vína í heiminum. Það var árið 1998 sem að Emiliana hóf að færa ekrur sínar yfir í lífræna ræktun og undanfarin ár hefur öll framleiðsla hússins verið bæði lífrænt ræktuð og lífefld. Rósavínið í Adobe-línunni er blanda úr þrúgunum Syrah, Cabernet Sauvignon og Merlot sem eru ræktaðar í Rapel-dalnum. Þetta er fölt rósavín, liturinn fallega ljós og fölbleikur, angan vínsins er fersk, rauð ber áberandi, fersk jarðarber og kirsuber, vínið er ferskt, svolítið míneralískt, þétt og mjög vel balanserað. 2.099 krónur. Frábær kaup. Með léttum sumarréttum eða sem fordrykkur í sólinni.“

Post Tags
Share Post