Amalaya Gran Corte 2015
Vinotek segir;
Vínhúsið Amalaya er í Salta-héraðinu nyrst í Argentínu. Þetta er hrjóstrugt og þurrt hérað og þarna er að finna þær vínekrur heimsins sem eru hvað hæst yfir sjávarmáli. Þrúgurnar sem notaðar erú í Gran Corte eru aðallega Malbec í bland við brot af Cabernet Franc og Tannat. Vínið er jólublátt, dökkt og djúpt á lit, svartur ávöxtur, sviðin eik, kaffitónar, plómur, svört kirsuber, sýrumikið, seiðandi tannín. Langt og mikið. Vín til að umhella, þróast svakalega vel eftir að það opnast.
2.899 krónur. Frábær kaup. Sérpöntun.