Cerro Añon Reserva 2015

 

 

Vínsíðurnar segja;

Cerra Añon kemur frá tiltölulega ungri víngerð sem kallast Bodegas Olarra og var sett á laggirnar árið 1973 í Logroño, “höfuðborg” Rioja. Ávöxturinn sem fer í þetta vín kemur frá bæði Rioja Alavesa og Rioja Alta og er samsetning vínsins um það bil 90% Tempranillo, 5% Mazuelo og 5% Graciano. Að lokinni gerjun fær vínið svo að dvelja í eikartunnum töluvert lengur en reglur segja til um, eða um 20 mánuði í stað þeirra 12 sem eru lágmarkið, og fær það svo að liggja í um 18 mánuði í flöskunni áður en það er svo loks sett á markað.

Vínið er fallega dimmrautt á litinn með opinn og nokkuð þroskaðan ilm miðað við aldur. Þéttur ilmur af dökkum berum á borð við sólber, dökk kirsuber, aðalbláber og krækiber ásamt vanillu, kryddjurtum og smá reyk í lokin. Það er nokkuð léttara í munni en ilmurinn gefur til kynna og reu tannínin afskaplega ljúf og fínleg. Dökku berin eru á sínum stað en einnig er að finna fersk jarðarber sem hafa ákveðið að mæta í partíið. Fín lengd og endar það á tunnunni.

Okkar álit: Nokkuð klassískt Rioja í léttari kantinum á góðu verði.

Verð 2.999 kr

Post Tags
Share Post