Chateau Villa Bel–Air 2012
Vinotek segir;
Bordeaux er eitt helsta víngerðarsvæði Frakklands og raunar heimsins. Ekki einungis vegna þess að það er framleitt mikið af víni, svona álíka mikið og í Ástralíu, heldur fyrst og fremst vegna þess að þarna eru framleidd mörg af bestu rauðvínum veraldar. Bordeaux skiptist í mörg undirsvæði og eitt af þeim er Graves suður af sjálfri Bordeaux-borg. Syðst í Graves er að finna vínhúsið Chateau Villa Bel-Air en það hefur verið í eigu Cazes-fjölskyldunnar frá 1988. Hún er ein helsta víngerðarfjölskylda Bordeaux og teymið frá fjölskylduvínhúsinu Chateau Lynch-Bages í Pauillac sá um að umbylta ekrunu og vínræktinni og sömuleiðis hefur víngerðarteymið frá Lynch séð um víngerðina í Bel-Air. Og það sést á víninu. Fagurrautt með bláum tónum, aðgengilegt í nefi og munni, þægilegt og aðlaðandi. Seyðandi kirsuberja og sólberjaávöxtur, smá kaffitónar og blýantsydd. Þægilega mjúkt og ágætlega langt. Ekta Bordeaux á frábæru verði. 3.699 krónur. Alveg frábær kaup á því verði. Sérpöntun vissulega en þetta er vín sem borgar sig að sérpanta.