Coyam 2015
Vínótek segir;
Coyam er eitt af toppvínum Emiliana í Chile sem sérhæfir sig í ræktun lífrænna og lífefldra vína. Það er víngerðarmaðurinn Alvaro Espinoza sem á heiðurinn af þessu víni og þrúgurnar, sem eru Syrah, Carmenere, Merlot, Cabernet Sauvignon, Mourvedre og Petit Verdot eru ræktaðar í hæðum Colchagua-dalsins og vínið látið liggja á bæði franskri og amerískri eik.
Þetta er ennþá mjög ungt vín og það er kröftugt, liturinn dökkfjólublár og ávöxturinn er heitur, bjartur og kryddaður, sólber, bláber og plómur, vindlakassi og vanilla, vínið er tannískt og aflmikið, ávöxturinn langur og míneralískt í lokinn. Vín sem þolir vel að liggja í nokkur ár og við mælum tvímælalaust með að umhella 1-2 tímum áður en það er borið fram.
3.699 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu nautakjöti. Villibráð.