Cune Reserva 2017

 

 

Vínsíðurnar segja;

Compañía Vinícola del Norte de España er nafn víngerðarinnar sem framleiðir hin geðþekku Cune vín sem við Íslendingar höfum tekið með opnum örmum. Sagan segir að innsláttarvilla hafi orðið til þess að hin upprunlega skammstöfun CVNE hafi orðið að CUNE og út frá því hafi vörulínan Cune orðið til. Víngerðin er staðsett í borgini Haro sem er óhætt að segja að allir með vott af áhuga á vínum verði að heimsækja einhvern tímann á lífsleiðinni. Eins og öll rauðvín frá Rioja þá er megin uppistaðan í þessu víni Tempranillo (85%) á meðan að Garnacha, Mazuelo og Graciano sjá fyrir restinni. Ávöxturinn kemur allur frá Rioja Alta og fær vínið að þroskast í 24 mánuði í eikartunnum og 12 mánuði í flöskunni áður en það er klárt til sölu, allt eftir lögum og reglum Rioja héraðsins.

Vínið er dimmrautt á litinn og er ilmurinn nokkuð opinn og afar djúpur með plómur, sólber, krækiber og kirsuber vafin í þéttann kryddpakka í aðalhlutverki til að byrja með. Eftir smá öndun í glasi kemur fram nokkuð sæt vanilla, kókos og léttur lakkrís. Þetta er frekar flókinn og samanrekinn ilmur sem á örugglega eftir að gefa meira af sér við meiri öndun. Í munni er það nokkuð kröftugt og bragðmikið með fínan ferskleika bakvið ásamt unglegum og pínu athyglissjúkum tannínum. Dökkt yfirbragð yfir ávextinum líkt og í nefi og endar þetta allt á vanillu, kaffi, kanil og kakótónum.

Okkar álit: Þétt og bragðmikið Reserva á virkilega fínu verði.

Verð 3.099 kr

Post Tags
Share Post