Emiliana Coyam 2014
Vinotek segir;
Coyam er eitt af lífrænt ræktuðu vínunum frá Emiliana í Chile, spennandi blanda úr þrúgunum Syrah, Carmenere, Merlot, Cabernet Sauvignon, Mourvédre og Petit Verdot. Þetta er all sérstök blanda og má segja að þarna komi saman þær þrúgur sem oft mynda blöndur frá annars vegar héraðinu Bordeaux og hins vegar Rhone. Þótt Carmenere sé í töluvert lægra hlutfalli en Syrah þá er það þrúgan sem ræður svolítið ferðinni, að minnsta kosti í nefi, þótt Syrah sæki á frá fyrra árgangi, ekki síst með meiri ferskleika í munni. 2014 árgangurinn er enn ungur og vínið er dökkt og liturinn þéttur og ógagnsær. Sætur, kryddaður ávöxtur í nefinu, sólber, rifs, töluvert kryddað, þarna sedrusviður, vindlakassi og tóbakslauf en einnig sæt, austurlensk krydd. Í munni þykkt, ferskt og mjúkt. Frábært vín, það var vín ársins 2016 hjá okkur og nýr árgangur stendur vel fyrir sínu.
3.499 krónur. Frábær kaup. Með nautakjöti.