Geyser Peak Chardonnay 2015
Vinotek segir;
The Geysers í norðurhluta Kaliforníu er stærsta jarðhitasvæði veraldar og auðvitað nefnt eftir Geysi í Haukadal. Þar skammt frá er að finna þorpið Geyserville og eitt af eldri vínhúsum Kaliforníu, Geyser Peak. Þetta Chardonnay-vín er ljósgult á lit, í nefi sæt melóna, suðrænir ávextir, ananas, blóm, mjúkt og feitt í munni með mildri ávaxtasætu. 2.199 krónur. Mjög góð kaup.