Hess Collection Allomi 2014

 

Vinotek segir;

Þó svo að Donald Hess komi ekki lengur við sögu, hann dró sig í hlé árið 2011, bera vínin í Hess Collection enn nafnið hans. Hess er Svisslendingur og byrjaði að hasla sér völl í Napa árið 1978 með kaup á ekrum í Mount Vedeer sem höfðu verið í eigu Christians Brothers. Hann byggði uppi mikið vínveldi og þetta vín stendur ennþá vel undir nafni hans, klassískur og flottur Napa Cabernet með smá ívafi af Petite Syrah og Malbec. Mjög dökkt og djúpt lit, það er mikill kókos í nefinu, sætur, unaðslegur og þykkur ávöxtur, sultuð ber, vanilla, töluvert míneralískt, þetta er kraftabolti, langt og ágengt, þétt um sig allt, vöðvatröll sem heldur endalaust áfram. 3.899 krónur í sérpöntun. Algjörlega frábær kaup. Vel þess virði að sérpanta.

Share Post