Lamberti Amarone 2016

 

Vinotek segir;

„Amarone er einn af stóru, klassísku vínstílunum á Ítalíu og þessi vín eiga sína dyggu fylgjendur. Í grunninn er Amarone rauðvín frá víngerðarsvæðinu Valpolicella við Veneto en það segir hins vegar einungis hálfa söguna.  Áður en sjálf víngerðin hefst eru þrúgurnar vindþurrkaðar þannig að safinn sem úr þeim kemurverður þykkur og sætur og vínin oft þung og mikil. Þetta Amarone frá Lamberti er 15,5% og það er ekki óalgengt að sjá Amarone-vín sem eru 16% og jafnvel þar yfir. Stíllinn í þessu Amarone er nokkuð ferskur (af Amarone að vera) og ávaxtaríkur. Liturinn er dimmrauður og í nefinu eru kirsuber og telauf áberandi, ávöxturinn bjartur og mildur beiskleiki, ferskt.4.999 krónur. Mjög góð kaup. Með hægelduðu kjöti, t.d. Osso Buco.“

Post Tags
Share Post