Laurent Miquel Nord-Sud Viognier 2015

 

Vinotek segir;

Laurent Miquel er fjölskyldurekið vínhús í Suður-Frakklandi sem framleiðir ágætlega traust og fín vín. Þetta hvítvín byggist á þrúgunni Viognier, suður-franskri þrúgu sem er hægt og bítandi að síga upp vinsældalistana á alþjóðavísu. Það er löngu liðin tíð að Viognier væri einungis tengd við eitt og eitt þorp á borð við Condrieu í Rhone. Þetta er klassískt og flott Viognier sem ágætlega einkenni hennar á Miðjarðarhafssvæðinu. Ljósgult á lit með angan af apríkósum, smá mangó, blóm þurrt, með þægilegri beiskju í ávextinum. Vel gert og flott vín. 2.499 krónur.

Share Post