Muga Blanco

4,5star

mug-blanco(2)

Passar vel með: Grillaður lax, tígrisrækjur, humar og kjúklingur.

Lýsing: Fölgult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, epli, blómlegir eikartónar.

 

Vinotek segir;

Muga er gamalgróið vínhús í Rioja á Spáni og auðvitað þekktast fyrir rauðvínin sín. Það framleiðir hins vegar einnig þetta yndislega hvítvín úr spænsku þrúgunum Viura (90%) og Malvasia. Vínið er framleitt á klassískan hátt og látið liggja á 225 lítra eikartunnum um tíma áður en það er sett á flöskur. Mjög ljóst, fölgult og tært, fersk, svolítið skörp angan, mikill sítrus, límóna og suðrænir ávextir. Ferskt, góð sýra, mildir eikartónar, örlítil vanilla smýgur í gegn og sameinast ávextinum. Afskaplega vel gert vín. Hvers vegna ekki að bera það fram með góðri paella eða rækjum í hvítlauk að hætti Spánverja. 2.799 krónur. Frábær kaup.

Share Post