Muga Rósavín
Vinotek segir;
„Muga er gamalgróið fjölskylduvínhús í Rioja á Spáni, þekkt fyrir að gera einhver bestu rauðvín þess héraðs. Það eru þó ekki einungis frábær rauðvín sem að kom frá Muga-fjölskyldunni, hún framleiðir einnig hvítvín og rósavín þótt í mun minna magni sé. Rósavínið frá Muga er í toppklassa eins og annað frá Muga. Það er gert úr blöndu af rauðum og hvítum þrúgum, rauð Garnacha er ríkjandi en það er líka smávegis af hinni hvítu Viura og hinni rauðu Tempranillo í blöndunni. Þetta er mjög ljóst rósavín, fölbleikt, snerting safans við hýði einungis örfáar klukkustundir. Nefið er margslungið af rósavíni að vera sítrusbörkur og rauð ber, örlítill votur af hnetum og eikinni sem að víngerjunin fer fram í. Í munni þurrt með ferskri, mikilli sýru og þykkum ávexti. 2.799 krónur. Frábær kaup. Þetta er rósavín til að bera fram með mat á fallegu sumarkvöldi, grilluðum kjúkling eða paellu.“