Petit Bourgeois 2015
Vinotek segir;
Henri Bourgeois er með þekktari vínhúsum Sancerre en framleiðir einnig vín annars staðar í Loire-dalnum. Þetta svæði er eitt unaðslegasta hvitvínssvæði Frakka, þekkt fyrir fersk vín úr þrúgum á borð við Sauvignon Blanc og Chenin Blanc. Hvítvínið Petit Bourgeois er einmitt framleitt úr Sauvignon Blanc og líkt og fyrri árgangar af þessu víni þá er það í stíl sem er svolítið „nýja-heimslegur“ fyrir svæðið. Ávöxturinn sætur og titrandi, öflugur og þokkafullur en hefur jafnframt franska fágun og virðugleika. Vínið er fölgult á lit og í nefi er sætur og titrandi sítrus, aðallega lime og limebörkur ásamt greipávexti og sætum perum, það er mjög ferskt, ávöxturinn lifandi, nokkuð míneralískt.
2.499 krónur. Frábær kaup. Hörkuvín, hvort sem er eitt og sér sem fordrykkur eða með t.d. grillaðri bleikju og sítrónu.