Petit Bourgeois Sauvignon Blanc 2019

 

 

Vinotek segir;

Sauvignon Blanc er í dag ræktuð um allan heim en eins og raunin er með flestar „alþjóðlegar“ þrúgur er uppruni hennar í Frakklandi. Þar er hún mikið ræktuð ekki síst í Bordeaux og við bakka fljótsins Loire sem rennur frá miðju Frakklands til sjávar í vestur. Þekktustu Sauvignon Blanc-vínin á því svæði eru í kringum þorpin Sancerre og Pouilly þar sem vínhús Bourgeois-fjölskyldunnar er að finna. Þrúgurnar í þessu víni koma hins vegar af ekrum annars staðar í Loire. Þetta er ung og sprækt hvítvín, fölgult og nefið er ferskt með skörpum ávexti, limebörkur, ástaraldin og greip, þurrt, spriklandi ferskt og sýruríkt. 2.899 krónur. Frábær kaup. Með skelfiski, með smjörsteiktum fiski og sítrónu. Tilvalinn fordrykkur eða í kokteilboðið.

Post Tags
Share Post