Podere Brizio Rosso di Montalcino 2014
Víngarðurinn segir;
Margir kannast við hin góðu Chianti og Chianti Classico-vín frá Dievole (já, og örugglega fleiri vín) en Podere Brizio er í eigu sömu aðila, eða Alejandro Bulgheroni-fjölskyldunnar. Víngerðin er auðvitað staðsett í Montalcino og þar eru vissulega gerð Brunello-vín en þetta hér er skilgreint sem Rosso di Montalcino og er að öllu leiti úr þrúgunni Sangiovese. Það hefur meðaldjúpan, kirsuberjarauðan lit og rétt tæplega meðalopna angan af kirsuberjum, leðri, píputóbaki, rykugum steinefnum, brenndum sykri og rommrúsínum. Þetta er dæmigerður og ljúffengur Toskana-ilmur og í munni er það sýruríkt, þurrt og fínlegt með langt og dæmigert bragð. Þar má finna kirsuber, krækiber, kakó, lakkrís, steinefni og þurrkaða ávexti. Virkilega vel gert og matarvænt Montalcino-vín sem fer vel með allskonar kjötréttum, Miðjarðarhafsmat og léttri villibráð.
Verð kr. 2.699.- Frábær kaup.