Roquette & Cazes Douro 2013
Vinotek segir;
Roquette & Cazes er samstarf tveggja stórkostlegra vínfjölskyldna. Annars vegar Cazes fjölskyldunnar frá Bordeaux sem á meðal annars hið magnaða vínhús Chateau Lynch-Bages í Pauillac í Bordeau. Hins vegar Roquette-fjölskyldunnar sem framleiðir einhver bestu rauðvin Douro-dalsins í Portúgal undir merkjum Quinta do Crasto. Ættarhöfuð Cazes-fjölskyldunnar, Jean-Michel Cazes var lengi forstjóri víndeildar AXA sem á mörg af betri vínhúsum ekki bara Bodeaux heldur einnig eitt besta portvínshús veraldar Quinta do Noval. Þegar maður hitti hann skynjaði maður ást hans á portúgölskum vínum og því kom það ekki á óvart þegar að maður heyrði af Roquette & Cazes-verkefninu. Þrjár af hinum klassísku þrúgum Douro eru notaðar í vínið. Touriga Nacional, Touriga Francesa og Tinto Roriz (Temranillo). Mjög dökkt, svarfjólublátt, djúpt, þykkt og þétt, þarf tíma til að opnast. Svartur ávöxxtur, krækiber, rúsínur, sveskjur, míneralískt, sætur viður, mjög þýkkt og þéttriðið, eikin kröftug, tannín mjúk. 3.799 krónur. Vínið þarf að sérpanta en er þess virði. Frábær kaup.