Vicar’s Choice Riesling 2012

4star

VC Riesling 2012

Vinotek segir:

Nýja-Sjáland kom sér á kortið með því að ná frábærum tökum á norður-evrópskum þrúgum á borð við Pinot Noir og Chardonnay. Það er því kannski ekki að furða að Riesling uni sér líka vel á þessum slóðum.

 

Þetta er greinilega ekki evrópskur Riesling, en þetta er samt lika greinilega Riesling. Sæt þægileg angan, rósablöð, lychée-ávöxtur, melónur og þroskaðar mandarínur, míneralískt,  í munni þykkur og sætur ávöxtur.

 

2.499 krónur. Yndislegt vín og frábær kaup. Reynið t.d. með krydduðum asískum mat, ekki síst ef það er smá sæta í réttinum.

Share Post