Willm Pinot Gris Reserve 2018

 

 

Vinotek segir;

„Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi.

Pinot Gris þrúgan (sú sama og margir þekkja líklega undir ítalska heitinu Pinot Grigio) er ein af hinum sígildu þrúgum Alsace. Þótt Pinot Gris sé flokkuð sem hvítvínsþrúga er hún náskyld Pinot Noir og þegar þrúgurnar ná góðum þroska taka þær á sig ljósfjólubláan blæ. Liturinn á þessu víni ber þess einmitt merki að þrúgurnar hafi dafnað vel, gulur út í ljósbleikan blæ, nefið stútfullt af sætum og ljúffengum ávexti, kantalópumelónur, perur og hunang. Þykkur ávöxtur í munni, hefur smá sætu en samt mun þurrara en nefið gefur til kynna, þægilega ferskt með góðri sýru. 2.699 krónur. Frábær kaup. Með ostum. Með flestum fiskréttum.“

Post Tags
Share Post