Willm Riesling Reserve 2019
Vínsíðurnar segja;
Maison Willm var stofnuð árið 1896 í þorpinu Barr í Alsace sem stendur við Grand Cru Kirchberg de Barr vínekruna þó að ávöxturinn sem notaður er í þetta vín komi því miður ekki þaðan heldur kemur hann frá 6 mismunandi vínbóndum í kringum þorpið sem víngerðin kaupir berin af. Þegar slíkt er gert þarf ansi gott samband að ríkja milli víngerðarinnar og bóndanna sem virðist vera vel til staðar í þessu tilfelli þar sem að Willm hefur trekk í trekk sent frá sér frábær vín, meira að segja á erfiðum árum. Þessi árgangur virðist hafa heppnast einstaklea vel hjá þeim.
Þetta vín er fölgyllt á litinn með opinn og dæmigerðan Riesling ilm. Sítrónur, ferskjur, lime, steinefni og hvít blóm eru á sínum stað. Ansi einföld, beinskeytt en fín lykt. Í munni er það þurrt og nokkuð sýruríkt með meðal bragðmikla byggingu og er ávöxturinn í víninu vel rúnaður sem gefur víninu nokkur auka stig. Gott jafnvægi sem hallar þó aðeins meira sýru meginn og nokkuð langt. Skemmtilegt vín sem gæti plummað sig vel með laxasushi eða grilluðum lax.
Okkar álit: Nokkuð einfalt en dæmigert Riesling sem er vel útfært. Verð: 2.899 kr.